Ragna mismælir sig

Ragna Árnadóttir segir það "bagalegt" að einungis einn flóttamaður hafi nýtt sér rétt til að skjóta máli sínu til dómstólsins eftir að niðurstaðan um brottflutning lá fyrir.

Það sem hún ætlaði að segja er að henni finnst það bagalegt að einn flóttamannanna flúði frá lögreglu og var þess vegna sá eini þessara flóttamanna sem hafði aðstöðu til að leita til lögfræðings áður en honum var hent út úr landi.

Staðreyndin er nefnilega sú að enginn þeirra flóttamanna sem voru sendir úr landi hafði tækifæri til að nýta sér þennan rétt. Þeir voru handteknir að kvöldi til, og voru í gæsluvarðhaldi til morguns, en þá var flogið með þá í burtu. Þetta er klárt mannréttindabrot.


mbl.is Hælisleitendi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband