Ríkistjórnina burt

Segiði svo ekki að við séum að mótmæla röngu fólki þegar við reynum að láta ríkisstjórn Sjálftökuflokksins og Samspillingarinnar skammast sín. Þetta pakk eykur framlög til varnarmála (Já, eykur! *) meðan það sker niður þar sem síst ætti. Burt með skíthælana sem dettur ekki í hug að beita sér gegn spillingunni, eða frysta eignir þeirra sem lögðu allt í rúst hérna.

Þessi niðurskurður er miklu "táknrænni" en hátekjuskattur. Þetta er tákn um það að ríkistjórninni er skítsama um allt nema eigin rass og bugtar sig og beygir sig fyrir þvingunum IMF um s.k. vel rekið þjóðfélag. Peningarnir sem sparast þarna eru peningarnir sem verða settir í Icesave reikningana. Hjálpi okkur öllum þegar gerviflotið verður tekið af og við þurfum að fara að borga fyrir krónubréfin.

Ríkisstjórnarþrælarnir verða teknir fyrir aftur. Við tökum þá fyrir þegar við erum búin að sparka í eigendur þeirra.

 

*"Útgjöld til varnarmála verða lækkuð um 257 milljónir króna, en ráðgert var að rekstur Varnarmálastofnunar kostaði 1.439 milljónir króna. Eftir standa tæplega 1,2 milljarðar, sem er ríflega tvöfalt það sem málaflokkurinn fékk á fjárlögum 2008, eða 534 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Varnarmálastofnunar eru helstu verkefni hennar rekstur íslenska loftvarnakerfisins, rekstur mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, umsjón með svokölluðum gistiríkisstuðningi vegna loftrýmisgæslu á vegum NATO og öflun, greining og miðlun upplýsinga í alþjóðlegu samstarfi Íslendinga á sviði öryggis- og varnarmála." - frétt í Nei


mbl.is Kastað 60 ár aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband