27.10.2010 | 12:20
Álit til einskis
Þetta álit sem við þurftum að borga fyrir með skattpeningunum okkar segir nákvæmlega ekki neitt um trúboð í skólum. Það sem fer fram í kirkjuferðum eru ekki vettvangsrannsóknir eins og þær sem talað er um í álitinu, heldur trúboð. Börnin eru t.d. leidd í bæn og spurð hvort þau vilji ekki vera góð eins og Jesús. Börn sem skv. námsskrá eru ekki einu sinni byrjuð í trúarbragða- eða kristinfræði.
Þetta er enn ein tilraun moggans, sérlegu málgagni biskups, til að afvegaleiða umræðuna.
Það er sjálfsagt mál, og meira segja hin "hatrömmu" samtök Vantrú eru sammála því, að lögð sé áhersla á kristindóminn í almennri trúarbragðafræði. Við trúleysingjar höfum ekkert á móti kristinfræði, né því að passíusálmarnir séu kenndir í íslensku né að krakkarnir haldi litlu jólin.
Réttmætt að áhersla sé á þjóðtrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Facebook