17.12.2008 | 11:14
Yfirlýsing aðgerðarsinna
Pólitísk aðgerð þann 17. desember 2008 í höfuðstöðvum Landsbankans.
Við komum saman hér í Landsbankanum til þess að stöðva vinnu. Við krefjumst þess að skuldir bankanna lendi ekki á íbúum landsins á börnum sem eiga engan þátt í þeirri fjármálakreppu sem við erum nú stödd í. Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir þessi börn bókstaflega að þrælum.
Við látum ekki plata okkur með nýjum kennitölum, nýjum forstjórum og nýjum nöfnum bankanna. Sama hugmyndafræði er hér enn við völd. Bankastjórar og aðrir háttsettir einstaklingar innan bankanna munu ekki komast upp með að láta sig hverfa frá vandamálunum sem þeir sjálfir sköpuðu. Við krefjumst þess að þeir axli þá svokölluðu ábyrgð sem ávalt var sögð forsenda himinhárra launa þeirra - þeir borgi sjálfir sínar skuldir.
Segjast hættir í bili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook