19.12.2008 | 13:01
Hvolpar geta líka bitið
Vilhjálmur vildi græða á hlutabréfakaupum, sem er mannlegt í þessu kerfi sem við búum við. Það var svindlað á öllum smærri hluthöfum á þann hátt sem Jón Steinson útskýrir vel í þessari grein hér . Nú ætlar kapitalistahvolpurinn að bíta til baka. Mér finnst kerfið ógeðslegt, en ég skil vel að fólk sjái sanngirnina í því að smærri hluthafar séu ekki teknir í þurrt.
Það sem við verðum að átta okkur á hins vegar er að kapitalismin tekur okkur alltaf í þurrt. Það er alltaf einhver sem græðir suddalega á okkar kostnað. Það sjáum við betur og betur þessa dagana.
Kakan stækkar ekki, það er stærsta lygin í kapítalismanum. Kakan getur ekki stækkað, því þótt það séu fundnar upp vélar sem auka framleiðni, hafa kapítalistarnir ekkert við meiri framleiðni að gera nema til að lækka kostnað, til að undirbjóða keppinautinn. Að lækka kostnað, þýðir venjulega að reka fólk. Aukaframleiðni er aldrei gefin til þeirra sem þurfa á henni að halda. Kapítalisminn getur ekki þróast nema með nýjum mörkuðum, og þeir markaðir eru ekki til.
Í sanngjörnu þjóðfélagi væru nýjungar nýttar til að auka framleiðni, til að flestir gætu unnið sem minnst en haft það samt fínt. Til að öll nýting yrði sjálfbær. Í sanngjörnu þjóðfélagi stæðu ekki auðar nýjar íbúðir, meðan fólk missir húsnæði. Fyrir þessu þarf að berjast.
Hlutabréf seld á geðþóttaverði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook