13.1.2009 | 14:35
Skemmdarvargar
Morgunblaðið virðist ekki hafa neinn áhuga að skrifa fréttir. Þeir skrifa bara valdar "staðreyndir" með þeirri orðræðu sem hentar þeirra pólitík.
"Það er kalt í dag".
"100 manns dóu í Gaza"
"2 voru handteknir fyrir að mótmæla"
Hverju var verið að mótmæla? Það er verið að reyna að stöðva ríkisstjórnarfundi, því þessi ríkisstjórn situr í óþökk þjóðarinnar. Flokkarnir í hverra krafti þetta fólk situr er með meirihluta á alþingi í óþökk þjóðarinnar. Seðlabankastjóri situr í skjóli þessarar ríkisstjórnar í óþökk þjóðarinnar
Útlendir sérfræðingar segja að þessi ríkisstjórn hafi gert miklu meira ógagn en gagn. Þetta er gjörsamlega vanhæf ríkisstjórn og hún á að segja af sér strax.
Leyfum henni ekki að halda fundi um hvernig á að dreifa málum sem mest á dreif. Leyfum henni ekki að halda fundi um hvernig á að skera sem vitlausast niður í sveltu heilbrigðiskerfi. Leyfum henni ekki að ákveða að heræfingar séu mikilvægari en St. Jósepsspítali.
Mætum næsta þriðjudag, öll sem eitt, fyrir framan Iðnó rétt fyrir 9 og stöðvum þessa skemmdarvarga.
Tveir mótmælendur handteknir | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook