13.1.2009 | 20:40
Mótmæli virka
Kröftug mótmæli beina ljósi fjölmiðla að þeim einstaklingum sem vona að þeirra hlutur í spillingunni gleymist. Elínu var mótmælt kröftuglega á miðvikudaginn var og stuttu seinna kemur í ljós að vitað var um einkavinavæðingu Tryggva Jónssonar innan bankans.
Beinar aðgerðir virka! Nú þarf að setja meiri þrýsting á ríkisstjórnina. Við þurfum að losna við seðlabankastjóra, sem eingöngu forsætisráðherra getur rekið. Við þurfum líka að losna við ríkisstjórnina sjálfa, sem forgangsraðar arfavitlaust í fálmkenndum niðurskurðartillögum.
Mótmælum kröftuglega við næsta ríkisstjórnarfund!
Bankastjórastöður auglýstar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook