22.1.2009 | 15:11
Rangfærslur
Það er öllum ljóst sem voru þarna, að lögreglan skaut táragasi að friðsömum mótmælendum. Þeir hunsuðu óeirðarseggina sem voru að atast í lögreglunni og skutu beint á friðsömu mótmælendurna sem voru að fagna ályktun Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Þeir mögnuðu upp ofbeldi með þessum aðgerðum. Flestir fóru að stjórnarráðinu eftir þetta, en nokkrir urðu eftir og fóru að reyna hefna sín á lögreglunni. Það er ömurlegt, en ábyrgðin liggur líka hjá þeim sem hefja ofbeldið með svona afgerandi hætti.
Mikilla tíðinda að vænta | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook