Rangfærslur

Tímaröðin er eitthvað á reiki þarna hjá lögreglunni.

Það er öllum ljóst sem voru þarna, að lögreglan skaut táragasi að friðsömum mótmælendum. Þeir hunsuðu óeirðarseggina sem voru að atast í lögreglunni og skutu beint á friðsömu mótmælendurna sem voru að fagna ályktun Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Ég hef heyrt frá fólki sem ég treysti, en varð ekki vitni að, að lögreglan hefði svo gengið í skrokk á fólki sem var að kúgast af táragasinu.

Þeir mögnuðu upp ofbeldi með þessum aðgerðum. Flestir fóru að stjórnarráðinu eftir þetta, en nokkrir urðu eftir og fóru að reyna hefna sín á lögreglunni. Það er ömurlegt, en ábyrgðin liggur líka hjá þeim sem hefja ofbeldið með svona afgerandi hætti. Það var fyrst eftir táragasið sem óeirðarseggir fengu byr undir báða vængi og hófu að kasta svo stóru grjóti að lögreglumenn slösuðust.
mbl.is Sjö lögregluþjónar slösuðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband