Almennir starfsmenn eru ekki skotmarkið

Þetta vita mótmælendur, þetta vita starfsmenn. Starfsmenn eru í sama skítnum og við hin, samstarfsmönnum þeirra sagt upp, og vofa uppsagna og kjaraskerðinga hangir yfir þeim.

 Það er verið að setja pressu á Birnu Einarsdóttur, sem gleymdist að fjárfesta 190 milljónir fyrir, þannig að hún sat bara uppi með lán sem hún gat borgað til baka í staðinn fyrir að tapa öllum peningunum. Hvernig væri að Glitnir mundi "gleyma" að fólk hefði fjárfest margar milljónir í íbúðunum sínum, fólk ætti ekki íbúðirnar, en gæti keypt þær aftur á núverandi markaðsverði?

En nei, bankanum er sama um þig en elskar Birnu. Birna þarf ekki að hafa áhyggjur af uppsögn því hún á góða vini í FME og hjá hinu pakkinu. Birna heldur áfram að fá 2 millur á mánuði frá ríkinu, meðan hún mun mala gull á stöðu sinni, selja vinum sínum eignir á spottprís og hegða sér nákvæmlega eins og hana lystir.

Starfsmenn! Takk fyrir kaffið, þið eruð flott :-)


mbl.is Þökkuðu fyrir kaffið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband