Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.12.2008 | 10:22
Sveltum svínið!
Á Þorláksmessu stendur aðgerðahópurinn 'Sveltum svínið' fyrir aðgerð sem allir geta tekið þátt í, hvar sem þeir eru á landinu, óháð aldri, líkamsstyrk, hugrekki, samfélagsstöðu eða efnahag. Enginn lendir í hættu á að verða fyrir ónæði af hálfu lögreglu því við erum ekki að fara að gera neitt sem nálgast það að ögra ramma laganna. Við þurfum ekki einu sinni að láta aðra vita af því að við séum með í þessu ef við óttumst að verða fyrir tuði út af því.
Við förum í Bónus á Þorláksmessu. Hvaða Bónussverslun sem er. Ekki með neina grímu og við getum farið eitt og eitt eða í hópum. Við semsagt fyllum búðirnar á annasamasta degi ársins, af fólki sem ætlar bara að skoða. Við getum stoppað í 20 mínútur eða allan daginn, eftir því hve mikinn tíma við höfum aflögu.
-Við röltum um í rólegheitum og tökum okkur góðan tíma til að skoða og mikið pláss.
-Við getum raðað í körfur, öllu sem við vildum kaupa ef eigendur verslunarinnar hefðu sómatilfinningu, og skilið þær svo eftir í gangveginum.
-Eða farið með fulla körfu að kassanum, hætt við að kaupa sumt eftir að búið er að slá það inn, hugsa sig svo um og hætta við að hætta við og þegar er búið að slá allt draslið inn, uppgötva þá að peningaveskið gleymdist úti í bíl.
-Þeir sem vilja geta óskað eftir að fá að ræða við verslunarstjóra til að kvarta yfir verðlaginu, verðmerkingum, því hvernig raðað er í hillurnar, því hve leiðinlegt sé að versla í mannþröng, eða bara því hve lógó fyrirtækisins sé ljótt.
-Ef einhverjum finnst vara sem hann vill kaupa vera illa staðsett getur hann tekið að sér að laga uppröðunina. T.d. að stafla vörum í miðju gangvegarins svo verði þægilegra að komast að þeim.
-Þeir sem eiga snarvitlaus börn geta tekið þau með sér og misst stjórn á þeim.
-Þeir sem þora ekki gera neitt sem gæti vakið óþægilegar spurningar hjá viðskiptavinum drullusokkafjölskyldunnar geta bara skoðað í hillurnar.
Ég veit að einhver mun tuða um að þetta bitni á viðskiptavinum. Það er allt í lagi. Fólkið sem er enn að versla við þetta drullusokkafyrirtæki þarf bara að lifa við það að þeir sem taka þátt í að halda því á lífi, mega eiga von á minniháttar truflun. Þessvegna er kannski þægilegra fyrir það fólk að versla bara annarsstaðar á Þorláksmessu.
Einhverjir munu líka tuða um að þetta bitni á starfsfólki, sem verði fram á nótt að tína upp úr körfum og þurfi að ganga í gegnum ergelsið við að stimpla inn vörur, bara til að ganga frá þeim aftur. Það er leitt að þurfa að ergja saklausa og ég mæli með því að allir sýni almennu starfsfólki almennilegheit, brosi og þakki fyrir sig og hrósi því fyrir þolinmæðina. Fólkið á kassanum og lagernum í Bónus fær áreiðanlega sjaldan þá viðurkenningu sem það á skiilð og því væri tilvalið að nýta Þorláksmessu til að staldra lengi við á kassanum og segja afgreiðslufólkinu í fullri einlægni hvað það sé leitt hve vanmetin störf þess séu og hvað við kunnum vel að meta þjónustu þess og þolinmæði. Það er þó bara einfaldlega þannig að réttlætiskröfur koma alltaf að einhverju leyti niður á saklausum. Verkföll eru skýrt dæmi um það og samt notum við það vopn. Það skaðar starfsfólk Bónuss ekkert þótt verði truflun á vinnu. Það er bögg, en þetta fólk þarf ekki að taka aukavinnu frekar en það vill og það missir ekki laun þótt sala verði undir væntingum. Reyndar væri best ef starfsfólkið vildi vera með í þessu. Það gæti t.d. unnið hægar en venulega, gleymt að slá inn nokkur núll og neitað að taka á sig aukavinnu.
Dreifið þessari hugmynd sem víðast, því eina leiðin til þess að auðmennirnir sem við héldum að væru að bæta hag heimilanna með lágu vöruverði, á meðan þeir voru í raun að undirbúa fjöldagjaldþrot meðal láglaunafólks, skilji að við erum ekki hrifin af því að láta hafa okkur að fíflum og hneppa okkur í fjötra fátæktar, er sú að skaða möguleika þeirra á gróða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook
18.12.2008 | 12:10
Þegar fólk læsir sig inni
Þegar ráðamenn læsa fyrir eyrun. Þegar Ingibjörg Sólrún heyrir ekki í Borgarafundi og segir hann ekki vera þjóðina. Þegar Guðlaugur Þór heyrir ekki að fólk mun deyja úr botnlangabólgu þegar komugjöld verða tekin upp. Þegar Þorgerður Katrín virðist ekki skilja að þegar fólk hefur ekki vinnu þá vill það mennta sig. Þegar Geir Hilmar vill ekkert vita af reiðinni og kallar okkur skríl.
Þegar fólk vill ekki heyra í okkur, og læsir dyrunum, þá verður eitthvað brotið.
Rúður brotnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2008 | 12:01
Almennir starfsmenn eru ekki skotmarkið
Þetta vita mótmælendur, þetta vita starfsmenn. Starfsmenn eru í sama skítnum og við hin, samstarfsmönnum þeirra sagt upp, og vofa uppsagna og kjaraskerðinga hangir yfir þeim.
Það er verið að setja pressu á Birnu Einarsdóttur, sem gleymdist að fjárfesta 190 milljónir fyrir, þannig að hún sat bara uppi með lán sem hún gat borgað til baka í staðinn fyrir að tapa öllum peningunum. Hvernig væri að Glitnir mundi "gleyma" að fólk hefði fjárfest margar milljónir í íbúðunum sínum, fólk ætti ekki íbúðirnar, en gæti keypt þær aftur á núverandi markaðsverði?
En nei, bankanum er sama um þig en elskar Birnu. Birna þarf ekki að hafa áhyggjur af uppsögn því hún á góða vini í FME og hjá hinu pakkinu. Birna heldur áfram að fá 2 millur á mánuði frá ríkinu, meðan hún mun mala gull á stöðu sinni, selja vinum sínum eignir á spottprís og hegða sér nákvæmlega eins og hana lystir.
Starfsmenn! Takk fyrir kaffið, þið eruð flott :-)
Þökkuðu fyrir kaffið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 22:43
Enginn friður
Þessi maður steypti þjóðinni í glötun til að fljúga í einkaþotu og drekka kampavín, og hann mun halda því áfram. Hann hlær þegar þú lepur dauðann úr skel, reynir að draga fram lífið á mygluðu grænmeti úr Bónus, því þú munt ekki einu sinni hafa efni á fiskinum sem veiðist við landið þitt.
Þessi maður er landráðamaður, eins og allir hinir stórkapítalistarnir. Ég veit ekkert um það hvort hann braut lög eða ekki, en hann sveik okkur öll. Megi hann ekki eiga neinn frið.
Mættu klukkan 10 í fyrramálið fyrir framan Glæsibæ á morgun ef þú vilt berjast gegn spillingardauninum sem hann og hans líkar eru nú að dreifa um stjórnkerfið.
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook
17.12.2008 | 18:16
Fleiri mótmæla misskiptingu
Það er ljóst að fólk er ekki lengur jafnhrætt við að tjá sig á Íslandi. Frábært hjá foreldrum og dagmæðrum. Nú er bara að borga framhjá kerfinu. Ef kerfið vill ekki hjálpa þér, ekki láta þér detta í hug að hjálpa kerfinu.
"Í andsvari benti Hjördís á að einmitt vegna þeirrar staðreyndar væru tekjur bæjarins af útsvari lægri en víða annarstaðar."
Ég er viss um að þessi kona er ekkert ill, heldur bara firrt. Í raun er hún að segja:
"Sorrý, það eru allir svo fátækir hérna, þannig að þið þurfið að borga meira."
Ég vil svo hvetja Keflvíkinga, aðra Suðurnesjamenn og alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í beinum aðgerðum gegn spillingarstjórunum. Mæting fyrir framan aðalinngang Glæsibæs í Rvk, klukkan 10 í fyrramálið.
Foreldar og dagmæður mótmæla skerðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 17:40
Skitnir
Er Skitnir ekki miklu betra? Birna Einarsdóttir búin að skíta upp á bak með 190 millunum sem gleymdist að fjárfesta fyrir hana. Jónas hélt hann gæti þurrkað drulluna af, en fékk mest af henni framan í sig. Hrókeringar og ofurlaun í fullum gangi.
Hver borgar fyrir nýja nafnaherferð? Hvað kostaði það að breyta seinast? Það er ljóst að það verður mun ódýrara að breyta bara fyrstu tveimur stöfunum.
Burt með spillingaliðið, mætum fyrir framan Glæsibæ klukkan 10 á morgun og tökum þau á beinið.
Nýi Glitnir verður Íslandsbanki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 17:30
Glæsibær klukkan 10 í fyrramálið
17.12.2008 | 17:04
Ekki-frétt
Seðlabankinn breytir vöxtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 16:43
Mikið var
Staða þeirra sem minna mega sín verði varin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 14:12
Ríkistjórnina burt
Segiði svo ekki að við séum að mótmæla röngu fólki þegar við reynum að láta ríkisstjórn Sjálftökuflokksins og Samspillingarinnar skammast sín. Þetta pakk eykur framlög til varnarmála (Já, eykur! *) meðan það sker niður þar sem síst ætti. Burt með skíthælana sem dettur ekki í hug að beita sér gegn spillingunni, eða frysta eignir þeirra sem lögðu allt í rúst hérna.
Þessi niðurskurður er miklu "táknrænni" en hátekjuskattur. Þetta er tákn um það að ríkistjórninni er skítsama um allt nema eigin rass og bugtar sig og beygir sig fyrir þvingunum IMF um s.k. vel rekið þjóðfélag. Peningarnir sem sparast þarna eru peningarnir sem verða settir í Icesave reikningana. Hjálpi okkur öllum þegar gerviflotið verður tekið af og við þurfum að fara að borga fyrir krónubréfin.
Ríkisstjórnarþrælarnir verða teknir fyrir aftur. Við tökum þá fyrir þegar við erum búin að sparka í eigendur þeirra.
*"Útgjöld til varnarmála verða lækkuð um 257 milljónir króna, en ráðgert var að rekstur Varnarmálastofnunar kostaði 1.439 milljónir króna. Eftir standa tæplega 1,2 milljarðar, sem er ríflega tvöfalt það sem málaflokkurinn fékk á fjárlögum 2008, eða 534 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Varnarmálastofnunar eru helstu verkefni hennar rekstur íslenska loftvarnakerfisins, rekstur mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, umsjón með svokölluðum gistiríkisstuðningi vegna loftrýmisgæslu á vegum NATO og öflun, greining og miðlun upplýsinga í alþjóðlegu samstarfi Íslendinga á sviði öryggis- og varnarmála." - frétt í Nei
Kastað 60 ár aftur í tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |